Kylian Mbappe og hans fjölskylda sjá alls ekki eftir því að hafa beðið um stjarnfræðilega upphæð svo að leikmaðurinn myndi framlengja við félagið.
Um er að ræða framlengingu sem átti sér stað fyrir tveimur árum en Mbappe skrifaði þá undir framlengingu til ársins 2024.
Framtíð Mbappe er í umræðunni en hann má ræða við ný félög þar sem hann verður samningslaus í sumar.
PSG þurfti að borga Mbappe í raun fáránlega upphæð svo hann myndi framlengja á sínum tíma en móðir leikmannsins segir að það sé engin skömm í að mjólka peninga úr franska félaginu.
,,Það fylgir þessu engin eftirsjá og engin skömm. Við hefðum tekið tíu milljarða í árslaun ef það væri í boði,“ sagði móðirin.
Mbappe ku þéna í kringum 72 milljónir evra á þessum tveimur árum en hann er talinn einn besti leikmaður heims í dag.