Kyle Walker, leikmaður Manchester City, hefur beðist afsökunar eftir að hafa verið sparkað út af heimili sínu.
Walker og eiginkona hans, Annie Kilner, eru aðskilin í bili en Walker er ásakaður um framhjáhald og ekki í fyrsta sinn.
Annie hefur greint frá því að hún vilji fá tíma fyrir sjálfa sig en hún birti opinbera færslu á Instagram síðu sinni.
Walker veit af eigin mistökum og hefur nú beðist afsökunar á hegðun sinni. Parið hefur verið í sambandi í 13 ár og eiga þrjú börn saman.
,,Annie er stórkostleg kona og ég get bara beðist afsökunar á minni hegðun. Hún hefur verið hluti af mínu lífi í svo langan tíma og það mun aldrei breytast vegna barnanna,“ sagði Walker.
,,Ég bið alla um að virða okkar einkalíf og sérstaklega börnin okkar á meðan við vinnum okkur í gegnum erfiða tíma.“