fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Hæstiréttur mun veita verkfræðingum, tölvunarfræðingum og lyfjafræðingum áheyrn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. janúar 2024 17:30

Hæstiréttur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur tekið þá ákvörðun að taka fyrir mál Verkfræðingafélag Íslands, Stéttarfélags tölvunarfræðinga og Lyfjafræðingafélag Íslands gegn íslenska ríkinu. Málið varðar uppsögn á yfirvinnusamningum tiltekinna starfsmanna á stoðdeildum Landspítalans.

Í ákvörðuninni kemur fram að umræddum stéttarfélögum greini á um það við ríkið hvort að uppsögn á yfirvinnusamningunum hafi falið í sér hópuppsögn í skilningi laga.

Með dómi Landsréttar var viðurkennt að aðgerðir ríkisins hefðu falið í sér hópuppsögn í skilningi laga en Landsréttur snéri við dómi Héraðsdóms. Í ákvörðuninni kemur fram að í dómi Landsréttar sé vísað til þess að yfirvinnutímum hefði verið fækkað hjá samtals 113 starfsmönnum á stoðdeildum Landspítalans, að félagsmönnum félaganna þriggja meðtöldum. Því hefði fjöldatölum samkvæmt ákvæðum laga um hópuppsagnir verið náð. Landsréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu, með hliðsjón af ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins, að uppsögn á ótímabundnum samningum félaganna þriggja um fastar yfirvinnugreiðslur, sem leiddu til lækkunar heildarlauna og þess að tímabundnir samningar komu í stað ótímabundinna samninga, fæli í sér breytingu á ráðningarsamningum starfsmanna sem væri veruleg. Því væri um uppsögn ráðningarsamninga að ræða í skilningi laga.

Því hafi Landsréttur dæmt félögunum þremur í vil og fallist á það að uppsögn samninganna um fasta yfirvinnu hefði falið í sér hópuppsögn.

Ríkið óskaði leyfis Hæstaréttar til að áfrýja málinu meðal annars á þeim grunni að það hefði fordæmisgildi um hvenær væri um að ræða hópuppsögn í skilningi laga og að Landsréttur hafi ekki tekið nægilega til greina samspil laga um hópuppsagnir og laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Hæstiréttur tók undir að málið geti haft fordæmisgildi og mun því taka það fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu