Erling Haaland og John Stones eru meiddir og verða ekki með Manchester City þegar liðið heimsækir Newcastle í enska boltanum um helgina.
Haaland hefur misst af síðustu deildarleikjum City og verður áfram fjarverandi.
Pep Guardiola sagði frá þessu á fréttamannafundi í dag en hann staðfesti að Kevin de Bruyne væri klár í að byrja.
De Bruyne meiddist í upphafi tímabils en kom við sögu í hálftíma í bikarnum um síðustu helgi og klár.
City getur komið af krafti inn í titilbaráttuna með sigri á Newcastle á morgun.
BREAKING: Erling Haaland and John Stones are out of Newcastle United (A), Pep Guardiola confirms.
— City Xtra (@City_Xtra) January 12, 2024