Heimaleikur Íslands gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildar UEFA verður leikinn á Kópavogsvelli.
KSÍ hafði hótað því að spila erlendis þar sem Laugardalsvöllur er ekki leikfær á þessum tíma.
Leikurinn fer fram þriðjudaginn 27. febrúar, en liðin mætast í Serbíu föstudaginn 23. febrúar. Sigurvegari viðureignarinnar verður á meðal liða í A deild undankeppni EM 2025 á meðan hitt liðið verður í B deild hennar.
Miðasala á leikinn verður kynnt þegar nær dregur.