fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

„Búdda-strákurinn“ handtekinn

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 12. janúar 2024 16:30

Wikimedia/Neil Satyam

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður, sem er talinn af stuðningsmönnum sínum vera Búdda endurfæddur, hefur verið handtekinn í Nepal vegna gruns um kynferðisbrot.

CNN greinir frá þessu.

Maðurinn heitir Ram Bahadur Bomjan en hann hefur verið kallaður „Búdda-strákurinn“ í fjölmiðlum í Nepal og var handtekinn síðastliðinn þriðjudag vegna gruns um kynferðislega misnotkun á barni.

Handtökuheimild á hendur honum var gefin út fyrst árið 2020 vegna gruns um að hafa misnotað kynferðislega stúlku sem að sögn lifði sem búddanunna í klaustri hans suður af höfuðborginni Kathmandu.

Lögreglan fann Bomjan loksins nú fyrr í vikunni eftir að henni bárust vísbendingar um hvar hann hélt sig.

Bomjan vakti fyrst verulega athygli árið 2005 en þá var hann 15 ára gamall. Það ár greindu fjölmiðlar í Nepal frá því að hann hefði haldið inn í frumskóg í þeim tilgangi að dvelja þar í 10 mánuði og biðjast fyrir. Fylgjendur hans fullyrtu að þetta myndi hann gera án þess að borða, sofa eða drekka.

Þessar fullyrðingar voru aldrei staðfestar en í kjölfarið fóru margir að fullyrða að hann væri Búdda sjálfur endurfæddur. Búdda var maður sem hét upphaflega Siddhartha Gautama en hann fæddist fyrir 2.500 árum á því landsvæði sem nú tilheyrir Nepal. Gautama fékk síðar tignarheitið Búdda sem þýðir sá upplýsti á sanskrít.

Eftir að Bomjan fékk viðurnefnið „Búdda-strákurinn“ varð hann enn frægari og laðaði til sín þúsundir fylgjenda og áhangenda frá bæði Nepal og Indlandi.

Hann fór að flytja predikanir og kom ásamt stuðningsmönnum sínum á fót klaustrum víða um Nepal til að boða kenningar sínar.

En síðustu ár hefur hann sætt ásökunum um ýmislegt misjafn. Árið 2019 réðst lögreglan inn í eitt klaustra hans vegna rannsóknar á hvarfi fjögurra fylgjenda hans. Frekari rannsóknir hafa farið fram vegna þess að fleiri fylgjendur Bomjan hafa horfið.

Kynferðisbrotið sem Bomjan var handtekinn fyrir snýst um mál búddanunnu sem sakaði hann opinberlega árið 2018 um hafa nauðgað sér þegar hún var barn.

Talsmenn Bomjan harðneituðu ásökununum á þeim tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Í gær

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum
Fréttir
Í gær

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Í gær

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði