fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Svona hafa einkenni Covid-19 breyst

Pressan
Föstudaginn 12. janúar 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í næstum fjögur ár tókst mér að forðast það að smitast af Covid-19. En undir lok árs 2023 náði veiran mér loksins,“ sagði sjónvarpsmaðurinn Mehdi Hasan á Twitter fyrir skemmstu.

Hasan má kannski teljast heppinn að hafa komist hjá því að hafa smitast af Covid-19 í öll þessi ár því sjúkdómurinn hefði að líkindum getað verið alvarlegri hefði hann fengið hann fyrir nokkrum árum.

Einkennin sem Hasan fékk voru tiltölulega saklaus og er Hasan í hópi þeirra fjölmörgu sem virðast vera að smitast af Covid-19 í fyrsta sinn þessa dagana. Er það einkum vegna útbreiðslu nýs afbrigðis veirunnar, sem kallast JN.1, sem smittölur hafa farið hækkandi að undanförnu.

Á sama tíma hefur álag á sjúkrahús, til dæmis í Bretlandi,  ekki aukist tilfinnanlega og endurspeglast það í fækkun á fjölda innlagna og færri dauðsföllum vegna veirunnar.

Erfitt að greina á milli flensu og Covid-19

„Þegar Covid kom fyrst fram var veiran auðþekkjanleg á þeim einkennum sem fylgdu henni,“ segir Ziad Tukmachi, læknir við Chartfield-sjúkrahúsið í suðvesturhluta Lundúna, í samtali við BBC sem fjallar um málið. Bendir hann á að sjúklingar hafi upplifað eins konar heilaþoku, gríðarlega þreytu og tap á lyktar- og bragðskyni.

En nú er öldin önnur og segir Ziad að nánast ógjörningur sé að greina á milli þess hvort sjúklingar séu með inflúnesu eða Covid-19.

„Ég held að veiran hafi stökkbreyst þannig að einkenni hennar líkjast meira einkennum hefðbundinnar flensu,“ segir hann.

Bóluefnin skipta höfuðmáli

En um þetta eru ekki allir sammála eins og Greg Towers, sérfræðingur í veirufræði við University College London, bendir á í samtali við BBC. Vel geti verið að veiran sé að sýkja þá sem eru með þol fyrir veirunni; þeir haf fengið hana áður og ónæmiskerfið því betur undirbúið. Þá hafi margir verið bólusettir gegn veirunni. Hversu góð vörnin er fari eftir því hversu langt er liðið frá síðustu bólusetningu.

„Það eru enn einhverjir sem hafa náð að sleppa alveg. Ef þeir eru óbólusettir eða ekki bólusettir nægjanlega vel geta þeir fengið alvarleg einkenni,“ segir Denis Nash, sérfræðingur í faraldursfræði við City University í New York.

Bent er á það í umfjöllun BBC að grundvallarmunur sé á JN.1-afbrigðinu sem fyrirfinnst víða þessa dagana og til dæmis ómíkrón-afbrigði veirunnar. Vísindamenn við Virginia Commonwealth University gerðu rannsókn á þessu og kom í ljós að margfalt færri misstu bragð- eða lyktarskyn miðað við fyrri afbrigði veirunnar. Á móti komi að fleiri eru líklegir til að þjást af einkennum eins og niðurgangi eða höfuðverk.

Towers segir að þar sem nánast öll heimsbyggðin hafi smitast af Covid-19 sé veiran í raun undir talsverðri pressu um að þróast og stökkbreytast til að lifa af. Bindiprótín veirunnar sem tengir sig við yfirborð hýsilfrumna hafi þróast og stökkbreyst mikið í þeim tilgangi. Líkja má bindiprótíninu við lykil sem gengur að skrá.

Covid er ekki að fara neitt

Danny Altman, prófessor í ónæmisfræði við Imperial College London, segir að blikur séu á lofti varðandi Covid-19, til dæmis um hættuna á langvinnum einkennum (e. Long Covid). Rannsóknir hafi í fyrstu bent til þess að um 10% þeirra sem sýktust fengju langvinn einkenni en sú tala lækkað verulega þegar bóluefnin komu á markað og það bendi til þess að bóluefnin hafi veitt góða vörn gegn langvinnum veikindum. Því sé mikilvægt að fólk í öllum aldurshópum passi upp á það sé með vörn gegn veirunni.

„Einkenni veirunnar virðast breytast á milli afbrigða. Við höfum fengið afbrigði þar sem eitt helsta einkennið var slæmur höfuðverkur og svo afbrigði þar sem magakveisa er helsta einkennið. Við viljum öll að líf okkar verði eðlilegt aftur en staðreyndin er sú að Covid er ekki að fara neitt,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn