Hinn ungi og efnilegi Luke Chambers er farinn til Wigan á láni frá Liverpool.
Um er að ræða 19 ára gamlan vinstri bakvörð sem hefur aðeins komið við sögu í Evrópudeildinni og deildabikarnum með Liverpool á leiktíðinni.
Nú er hann hins vegar farinn til Wigan sem spilar í ensku C-deildinni til að öðlast dýrmæta reynslu af aðalliðsbolta.
Wigan er í átjánda sæti, fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið í C-deildinni.
Delighted to have you on board, Luke! 🙌#wafc 🔵⚪️ pic.twitter.com/OINLRgSk5S
— Wigan Athletic (@LaticsOfficial) January 12, 2024