Bolli Már Bjarnason er gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar, sem kemur út á föstudögum á 433.is, Hringbraut.is og undir hlekk Hringbrautar í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Í kjölfar þess að Freyr Alexandersson yfirgaf þjálfarastöðuna hjá Lyngby í Danmörku og hélt í belgíska boltann hefur framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar, landsliðsmanns og leikmanns Lyngby, verið mikið í umræðunni.
Margir telja að Gylfi vilji fara annað í kjölfar brotthvarfs Freys.
„Klárar hann ekki bara samninginn? Liðið er alveg nógu gott fyrir hann en klúbburinn er of lítill. Hann verður að komast eitthvað,“ sagði Bolli.
Hrafnkell tók til máls.
„Þessir landsleikir eru í mars svo hann þorir ekki að fara annað nema það sé eitthvað „rock solid“ dæmi. Hann er ekki að fara mæta heim í Reykjavíkurmótið með Val,“ sagði hann léttur.
Umræðan í heild er í spilaranum.