Með komu Sir Jim Ratcliffe til Manchester United telur Jamie Carragher að starf Erik ten Hag sé í hættu, hann segir hann í raun ekki vera fastráðinn stjóra í dag heldur vera á reynslu.
Ten Hag er í vandræðum í starfinu en með nýju eignarhaldi gæti Ratcliffe vilja sækja sér stjóra sem hann vill að taki liðið áfram.
Ratcliffe mætir í fyrsta skiptið í stúkuna sem eigandi Manchester United á sunnudag þegar liðið mætir Tottenham.
„Ef þú ert Sir Jim Ratcliffe og þú ert að eyða milljörðum punda í félagið, eitt af hans fyrstu verkefnum er að skoða hvort hann sé með stjóra sem hann treytir,“ segir Carragher.
„Ratcliffe mætir á sinn fyrsta leik um helgina og mun horfa til þess hvort Ten Hag sé stjórinn til endurbyggja félagið.“
Ten Hag hefur ekki fundið taktinn á þessu tímabili og nokkur slæm úrslit í röð gætu kostað hann starfið.