fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Jakob Franz er mættur í Val – Gerir langtímasamning

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 12. janúar 2024 11:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jakob Franz Pálsson er genginn í raðir Vals. Félagið staðfesti þetta fyrir skömmu en kappinn skrifar undir fjögurra ára samning.

Jakob kemur frá ítalska félaginu Venezia en hann hafði verið orðaður við KR, þar sem hann var áður.

„Jakob Franz er þannig leikmaður að þegar við sáum að það var möguleiki að fá hann vorum við ekki í neinum vafa. Hann er í grunninn bakvörður en getur leyst fleiri stöður t.d. í hjarta varnarinnar og sem djúpur á miðjunni, ekkert ósvipað því hlutverki sem Hlynur Freyr sinnti hjá okkur á síðasta tímabili. Þrátt fyrir ungan aldur er Jakob með heilt tímabil í efstu deild með KR þar sem hann spilaði frábærlega. Jakob Franz gæti orðið lykilmaður hjá okkur næstu árin,“ segir Arnar Grétarsson þjálfari Vals.

Jakob er uppalinn hjá Þór á Akureyri, á 51 leik í meistaraflokki og hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands. Hann hefur verið hluti af sterku U-21 árs landsliði Íslands.

„Umhverfi hjá Val er þannig að ég trúi því að ég geti haldið áfram að bæta mig sem leikmann og þróast í rétta átt. Hérna eru gæða leikmenn í öllum stöðum bæði inni á vellinum og í þjálfarateyminu,“ segir Jakob

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Landsliðsmaðurinn viðurkennir að val Arnars Þórs hafi verið „algjört sjokk“ fyrir sig

Landsliðsmaðurinn viðurkennir að val Arnars Þórs hafi verið „algjört sjokk“ fyrir sig
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Í gær

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli
433Sport
Í gær

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út
433Sport
Í gær

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust