Bolli Már Bjarnason er gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar, sem kemur út á föstudögum á 433.is, Hringbraut.is og undir hlekk Hringbrautar í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Klara Bjartmarz tilkynnti í vikunni að hún ætlaði að hætta sem formaður KSÍ í næsta mánuði. Hún hefur starfað innan sambandsins í 30 ár. Þetta var til umræðu í þættinum.
„Það er 50/50 að Guðni verði aftur formaður og þau áttu ekki í góðu sambandi þegar hann fór út. Þetta er eins og þegar kærastan þín er að fara að hætta með þér en þú hættir með henni áður, ert farin að lesa leikinn,“ sagði Hrafnkell um málið, en nýr formaður KSÍ verður kosinn í næsta mánuði og eru Guðni Bergsson og Þorvaldur Örlygsson í framboði.
Bolli tók til máls.
„Þetta er samband sem er komið á leiðarenda. Hún er búin að vera þarna þegar vel gengur en líka þegar það var verið að gera hlutina illa. Það er gott að fá ferskt blóð inn með nýjum formanni.“
Umræðan í heild er í spilaranum.