fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Kona sem vill ekki fara úr landinu úrskurðuð í gæsluvarðhald

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 12. janúar 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir konu sem neitar að fara úr landinu. Gildir gæsluvarðhaldið til 23. janúar.

Málsatvik eru þau að lögreglan á Suðurlandi hafði afskipti af konunni þann 8. janúar. Haft var samband við Landamæradeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu því upplýsingar lágu fyrir um að konan hefði ekki sinnt tilkynningarskyldu síðan í desember. Einnig kom í ljós að Útlendingastofnun hafði vísað konunni úr landi þann 14. desember og var henni gert að sæta fjögurra ára endurkomubanni. Var henni veitt heimild til sjálfviljugrar heimfarar.

Konan sagðist hafa gögn sem sýndu rétt hennar til að vera á landinu en gat engu slíku framvísað þegar til átti að taka.

Í úrskurðinum segir ennfremur:

„Að mati lögreglu og Útlendingastofnun hefur varnaraðili af ásetningi gefið efnislega rangar eða augljóslega villandi upplýsingar í máli samkvæmt útlendingalögum. Jafnframt er það mat lögreglu að varnaraðili hafi sýnt það í verki að hún hafi reynt að koma sér hjá því að hlíta ákvörðun Útlendingastofnunar um að hún skuli yfirgefa landið sem og ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að sinna reglulegri tilkynningarskyldu um veru sína hér og halda sig innan markahöfuðborgarsvæðisins.

Er það mat lögreglustjóra að miklar líkur séu á að varnaraðili láti sig hverfa áður en til flutnings hennar úr landi kemur sem nú er skipulagður af Stoðdeild Ríkislögreglustjóra í því skyni að framfylgja ákvörðun Útlendingastofnunarum brottvísun og endurkomubann varnaraðila. Lögreglustjóri telur því nauðsynlegt að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi í því skyni að yfirvöldum sé unnt að skipuleggja og framkvæma brottflutning hennar. Verður ekki séð m.v.t. sögu varnaraðila að virða ekki ákvarðanir lögreglu um tilkynningarskyldu, að önnur og vægari úrræði geti komið hér til álita.“

Sjá nánar hér.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“