fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Stórfurðuleg hegðun stórleikarans vekur aftur athygli – Girti niður um sig á almannafæri

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 12. janúar 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Gary Busey, 79 ára, girti niður um sig á almannafæri og virtist kasta af sér þvagi í runna nálægt blaðastandi í Malibu í Kaliforníu á fimmtudaginn.

Busey náði augnsambandi við paparazzi ljósmyndarann sem tók af honum myndir, sem Page Six birti, og brosti.

Hann girti síðan upp um sig og gekk í burtu með stóran blautan blett nálægt klofinu.


Þetta er ekki í fyrsta – eða annað – skipti sem leikarinn kemst í fréttirnar fyrir eitthvað svona. Í ágúst 2022 var hann ákærður fyrir kynferðislega áreitni og óviðurkvæmilega snertingu af lögreglunni í New Jersey í Bandaríkjunum. Samkvæmt DailyMail káfaði hann á þremur konum á ráðstefnu áhugafólks um hryllingsmyndir.

Árið 2011 var hann einnig sakaður um kynferðislega áreitni.

Gary er hvað þekktastur fyrir leik sinn í The Buddy Holly Story, sem hann hlaut Óskarsverðlaun fyrir árið 1978. Hann hefur komið fram í fjölda kvikmynda síðan þá, eins og Under Siege, Lethal Weapon og Point Break.

Árið 1995 var hann ákærður fyrir fíkniefnabrot, meðal annars fyrir að hafa kókaín, PCP og maríjúana í fórum sínum. Árið 2001 var hann handtekinn fyrir heimilisofbeldi gegn fyrrverandi eiginkonu sinni, Tiani.

Í lok sumars 2022, stuttu eftir að hann var ákærður fyrir kynferðislega áreitni, gekk um myndband af leikaranum þar sem mátti sjá hann með buxurnar niður um sig, sitjandi á bekk í almenningsgarði í Malibu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram