Leikarinn Gary Busey, 79 ára, girti niður um sig á almannafæri og virtist kasta af sér þvagi í runna nálægt blaðastandi í Malibu í Kaliforníu á fimmtudaginn.
Busey náði augnsambandi við paparazzi ljósmyndarann sem tók af honum myndir, sem Page Six birti, og brosti.
Hann girti síðan upp um sig og gekk í burtu með stóran blautan blett nálægt klofinu.
Gary Busey stares at paps as he pulls down pants and seemingly relieves himself in public https://t.co/p6RFgSh0YR pic.twitter.com/k1FpkKCZVj
— Page Six (@PageSix) January 12, 2024
Gary Busey does not GAF. pic.twitter.com/uIe8qaI1sO
— ₿ (@MrSkweeze) January 12, 2024
Þetta er ekki í fyrsta – eða annað – skipti sem leikarinn kemst í fréttirnar fyrir eitthvað svona. Í ágúst 2022 var hann ákærður fyrir kynferðislega áreitni og óviðurkvæmilega snertingu af lögreglunni í New Jersey í Bandaríkjunum. Samkvæmt DailyMail káfaði hann á þremur konum á ráðstefnu áhugafólks um hryllingsmyndir.
Árið 2011 var hann einnig sakaður um kynferðislega áreitni.
Gary er hvað þekktastur fyrir leik sinn í The Buddy Holly Story, sem hann hlaut Óskarsverðlaun fyrir árið 1978. Hann hefur komið fram í fjölda kvikmynda síðan þá, eins og Under Siege, Lethal Weapon og Point Break.
Árið 1995 var hann ákærður fyrir fíkniefnabrot, meðal annars fyrir að hafa kókaín, PCP og maríjúana í fórum sínum. Árið 2001 var hann handtekinn fyrir heimilisofbeldi gegn fyrrverandi eiginkonu sinni, Tiani.
Í lok sumars 2022, stuttu eftir að hann var ákærður fyrir kynferðislega áreitni, gekk um myndband af leikaranum þar sem mátti sjá hann með buxurnar niður um sig, sitjandi á bekk í almenningsgarði í Malibu.