fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Fyrrum skólasystir stórstjörnunnar ber henni ekki góða sögu – „Það voru margir sem hötuðu hana“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 21:30

Taylor Swift er ein stærsta poppstjarna heims

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ágreiningslaust að tónlistarkonan Taylor Swift er stjórstjarna á alheimsvísu, kona ársins hjá Time í fyrra, uppseldur tónleikatúr í hverri borg, samband við myndarlegan og vinsælan leikmann í NFL-deildinni og fleira og fleira. 

Það eru þó ekki allir hrifnir og kona að nafni Jessica McLane sem gekk í Hendersonville High School menntaskólann í Nashville, Tennessee, á sama tíma og Swift er ein af þeim. McLane er þó tveimur árum yngri en Swift, og var McLane í skólanum í minna en ár árið 2006.

Swift, sem ólst upp í Wyomissing, Pennsylvaníu, flutti til Tennessee þegar hún var 14 ára svo hún gæti stundað feril í kántrítónlist. Hún var nemandi í Hendersonville High School í tvö og hálft ár,  áður en hún fór í heimanám eftir að ferill hennar tók við sér.

McLane segir í myndbandi á TikTok haustið 2022 að sjálf hafi hún varla talað við Swift, en hún heldur því engu að síður fram að afbrýðisamir samnemendur hafi hatað Swift og orðið reiðir eftir að hún skrifaði lög um stráka í skólanum.

„Ég fór í sama menntaskóla og Taylor Swift, við ólumst upp í sama bæ,“ sagði McLane í myndbandinu sem horft hefur verið á um 6,5 milljón sinnum og þar segir hún: „Þegar hún fór að ná árangri í tónlistinni hötuðu flestir hana. Það voru ekki margir sem höfðu eitthvað fallegt að segja um hana. Hafið í huga að þetta eru jafnaldrar hennar, þetta er ekki bara tilviljanakennt fólk á netinu.“

@jessicamclane Everything Ms. Swift does is intentional. 👀@Taylor Swift #taylorswift #taylornation #swifttok #taylorsversion ♬ original sound – Jessica McLane

McLane segir að afbrýðisamir bekkjarfélagar Swift hafi byrjað að dreifa illkvittnum sögusögnum um hana og að strákarnir sem urðu innblástur nokkurra laga Swift hafi ekki verið ánægðir með það.

„Það var ekki mikið af fólki í menntaskóla sem hafði gott um hana að segja … Það voru almennar sögusagnir um að hún væri brjáluð. Fólk sagði: „Hún sagði þetta, hún sagði það, hún var vond.“

Mynd af Swift í árbók skólans

Swift gaf út fyrstu breiðskífu sína, sem heitir Taylor Swift, í október 2006, og platan náði í fimmta sæti bandaríska Billboard 200 og var á vinsældarlistanum í meira en 150 vikur.

McLane segir að „afbrýðisamir“ bekkjarfélagar hennar hafi byrjað að dreifa illvígum orðrómi um að fjölskylda Taylor hafi „keypt frægð hennar“ og mútað umboðsmanni hennar fjárhagslega til að fá hann til að skrifa undir samning við hana. 

McLane segir að margir aðrir nemendur skólans hafi verið að reyna fyrir sér í tónlistarbransanum og að þeir hafi fyllst öfund þegar Swift náði árangri og þeir ekki.

„Þeir voru 16, 17 ára sem voru að reyna ná árangri í tónlist í Hendersonville með því að spila í miðbænum eða á kaffihúsinu á staðnum, ekki að vinna til verðlauna. Það er ekki það að þetta fólk hafi ekki verið hæfileikaríkt, það er bara þannig að flestir fá ekki tækifærið. Á þessum tíma hafði Swift ekki eins góða stjórn á rödd sinni og núna, þannig að það var fullt af fólki í menntaskóla sem það hæfileikaríkara en hún.“

Swift í menntaskóla.

Eins og áður sagði hætti Swift í skólanum nokkrum mánuðum síðar og útskrifaðist í gegnum heimanám, áður en hún varð meðal þekktustu listamanna heims. Þremur árum síðar, árið 2009, segir McLane að Swift hafi boðið öllum bekknum sínum á Country Music Association verðlaunin, þar sem hún flutti slagarann ​​sinn Fifteen og vann fern verðlaun á hátíðinni.

McLane segir að Swift hafi aðeins boðið fyrrverandi bekkjarfélögum sínum að mæta til að sýna þeim hversu góðum árangri hún hefði náð.

„Við áttum þetta skilið. Svo fyrir Taylor, touché, þetta var gott hjá þér.“

Þetta er ekki fyrsti fyrrverandi bekkjarfélagi Swift sem tjáir sig um hana. Á síðasta ári upplýsti annar TikTok notandi, sem gengur undir notendanafninu @AloneInLondon, að hann hefði líka gengið í Hendersonville High School með Swift og hann hélt því fram að þau hefðu jafnvel samið lag saman.

„Hún kom af handahófi í áttunda bekk og kærastan mín á þeim tíma fór og kynnti sig og við urðum öll vinir. Nokkrum dögum síðar tók hún þátt í hæfileikaþætti og allir voru: „Hver í andskotanum er þessi stelpa?“ Ég var alltaf að hanga heima hjá henni, ég á fullt af sögum. Við sömdum lag saman í stærðfræðitíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram