fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Sefur þú í náttfötum? Þá þarftu að vita þetta

Pressan
Föstudaginn 12. janúar 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ert þú ein(n) þeirra sem sefur í náttfötum? Hefurðu einhvern tímann hugleitt hversu oft þú átt að þvo þau?

Dr Jason Singh, læknir í Virginíuríki í Bandaríkjunum, segir að fólk eigi ekki að nota náttfötin marga daga í röð og alls ekki vikum saman. Hann segir að ef fólk notar sömu náttfötin dögum saman byrji dauðar frumur, vökvar og önnur efni að safnast fyrir í þeim.

Þetta getur ýtt undir bakteríuvöxt og það sem þú þarft allra síst þegar þú sefur er að vera í óhreinum náttfötum. Mirror segir að í færslu Dr Singh um málið á Instagram komi fram að það geti þó verið breytilegt á milli fólks hversu marga daga það getur notað náttfötin, til dæmis svitni fólk mismunandi mikið og einnig skipti hitinn að næturlagi máli.

Í færslunni segir hann að ekki eigi að nota náttföt meira en þrjár nætur í röð. „Ég veit að mörg ykkar elska að sofa í sömu náttfötunum vikum saman en ég ætla að segja ykkur að það er frekar ógeðslegt,“ sagði hann.

Laura Mountford, sem er titluð sem þvottasérfræðingur, sagði í samtali við Independent að það sama gildi um náttföt og önnur föt, sum okkar gerist hugsanlega sek um að þvo náttfötin of oft eða ekki nægilega oft. „En í raun á að þvo náttföt þegar þau hafa verið notuð tvisvar eða þrisvar. Að þvo þau eftir hverja notkun, nema það séu blettir í þeim, þau lykti eða sviti hafi komið í þau, er bruðl á peningum, vatni og orku,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Í gær

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun