Manchester United hefur áhuga á Brian Brobbey, framherja Ajax. Mirror segir frá þessu.
Erik ten Hag, stjóri United, þekkir Brobbey vel en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Ajax undir stjórn Ten Hag er hann var þar.
Ten Hag hefur verið duglegur að sækja fyrrum félaga til United með misgóðum árangri.
United vill sækja framherja í janúar en af fjárhagslegum ástæðum er hugsanlegt að það sé aðeins hægt á láni. Það myndi útiloka það að Brobbey kæmi.