Aron Bjarnason er á leið í Breiðablik ef marka má Gula Spjaldið, sem greinir frá þessum tíðindum á X-(Twitter) reikningi sínum.
Aron er á mála hjá Sirius í Svíþjóð og hefur verið sterklega orðaður við Val og Breiðablik, en hann hefur áður spilað með báðum liðum.
„Hinn 28 ára gamli Aron Bjarnason hefur ákveðið að velja Breiðablik framyfir Val og skrifar undir í Kópavoginum. Valur voru búnir að undirbúa blaðamannafund en svo virðist sem Aroni hafi snúist hugur á síðustu stundu,“ segir Gula Spjaldið.
Aron Bjarnason til Breiðabliks (Staðfest)
Hinn 28 ára gamli Aron Bjarnason hefur ákveðið að velja Breiðablik framyfir Val og skrifar undir í Kópavoginum.
Valur voru búnir að undirbúa blaðamannafund en svo virðist sem Aroni hafi snúist hugur á síðustu stundu. pic.twitter.com/FViYvUaDjP
— Gula Spjaldið (@gulaspjaldid) January 11, 2024