Sádiarabar hafa fengið á baukinn fyrir hegðun sína er mínútu þögn var fyrir leik Real Madrid og Atletico Madrid í gær.
Um var að ræða leik í undanúrslitum spænska ofurbikarsins en keppnin er haldin í Sádi-Arabíu.
Mínútu þögn var fyrir leik nágrannaslaginn í gær til að minnast þýsku knattspyrnugoðsagnarinnra Franz Beckenbauer sem féll frá síðastliðinn sunnudag.
Það virtist hins vegar sem svo að áhorfendur á vellinum hafi baulað á meðan þögnin var. Margir hafa gagnrýnt þetta.
Myndband er hér að neðan.
Disgusting scenes as Saudi Arabia fans whistle during the minute silence for Franz Beckenbauer before Real Madrid vs Atletico Madridpic.twitter.com/rf3GmD2mnO
— Total Football (@TotalFootbol) January 10, 2024