fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Opnar sig upp á gátt um átökin í BÍ og skýtur föstum skotum á Sigríði – „Ömurlegt að þurfa að koma að svona lágkúru“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 16:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjálmar Jónsson var vikið úr stöðu framkvæmdastjóra Blaðamannafélags Íslands eftir það sem stjórn félagsins kallaði trúnaðarbrest milli hans og formannsins, Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, fréttakonu. Hjálmar hafði gegnt starfinu um um tuttugu ár sem og verið formaður félagsins í rúman áratug áður en Sigríður tók við.

Eftir að fréttir bárust af uppsögninni í gær steig Hjálmar fram og tók fyrir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað. Uppsögnin hafi komið honum í opna skjöldu og mætti rekja til ágreinings milli hans og Sigríðar. Varaformaður félagsins, Aðalsteinn Kjartansson, sagði í samtali við Mannlíf  að stjórn félagsins hafi ekki komið neinum málum áfram út afstöðugum vantraustsyfirlýsingum Hjálmars,og eins hafi fokið í framkvæmdastjórann þegar Sigríður vildi fá skoðunaraðgang að netbanka félagsins.

Sjá einnig: Aðalsteinn segir Hjálmar sífellt hafa lýst yfir vantrausti vegna skattamála Sigríðar – Reiði út af heimabanka

Nú hefur Hjálmar skrifað grein sem birtist hjá Vísi þar sem hann rekur málið frá sínum dyrum, en hann telur trúverðugleika Blaðamannafélags Íslands í húfi.

„Ágreiningur minn við núverandi formann Blaðamannafélags Íslands (BÍ) snýst einungis um meint brot hennar á skattalögum og skort á því að gera hreint fyrir sínum dyrum þegar fjölmiðlar hafa gengið eftir skýringum. Það er enginn trúnaðarbrestur okkar í milli heldur er það skylda mín sem framkvæmdastjóra Blaðamannafélags Íslands að standa vörð um orðstýr félagsins. Því miður hef ég verið dálítið einmana í því hlutverki undanfarið, en ítrekað sagt það við núverandi formann.“

Sigríður illa haldin af þjóðarósið

Á meðan Hjálmar fékk enn að sækja stjórnarfundi hafi hann ítrekað viðrað þá skoðun sína að Sigríður þurfi að gefa skýringar á þessum meintu brotum sínum. Hjálmar segir Sigríði illa haldna af „íslensku veikinni“ sem fellst í því að að líta sem svo á að reglur gildi fyrir alla aðra nema þá sjálfa. Þetta sé þjóðarósiður sem Hjálmar hefur orðið ítrekað vitni að hjá brotamönnum.

Hjálmar segir það liggja fyrir í samtölum sínum við Sigríði að hún hafi gerst sek um að skjóta tekjum undan skatti í þrjú ár. Þetta hefði aldrei komist upp nema því að skattyfirvöld fengu upplýsingar frá Airbnb. Vissulega geti það verið mistök að telja ekki fram fyrir eitt stakt ár, jafnvel tvö. Þrjú ár gefi þó til kynna einbeittan brotavilja.

„Í mínu ungdæmi hétu þetta skattsvik en á nýíslensku núverandi formanns heitir þetta endurálagning!“

Hjálmar segir að formaður BÍ þurfi að hafa hreinan skjöld. Það hafi Sigríður ekki og kosið eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni félagsmanna.

„Það er til skammar fyrir núverandi formann og þá sem hafa. lagt hönd á plóg,“ segir Hjálmar og bætir við að „þetta er ekki mitt mál og ömurlegt að þurfa að koma að svona lágkúru“.

Viðkvæmar persónuupplýsingar

Hjálmar segist ekki haldinn „frekjukallasyndróm“ eins og gjarnan er sagt um menn á miðjum aldri sem eiga erfitt með að lúta stjórn kvenna. Þetta megi skýrt sjá þar sem Hjálmar hafi unnið vel með Sigríði fyrstu tvö árin eftir að hún tók við, það er að segja áður en mál meintra skattsvika kom upp.

Endanlega hafi svo soðið upp á milli þeirra í síðustu viku þegar Sigríður vildi skoðunaraðgang að reikningum félagsins. Þessu hafi Hjálmar alfarið hafnað, enda þar að finna viðkvæmar persónuupplýsingar félagsmanna sem njóta styrkja frá félaginu. Eðli styrkja sé þannig að þar með megi komast að heilsufarsupplýsingum sem eiga almennt leynt að fara.

„Viðkvæmar persónuupplýsingar um hverjir frá endurgreiddan sálfræðikostnað eða eru a glíma við krabbamein, svo dæmi séu tekin, koma þeim að sjálfsögðu ekki við. Stjórn styrktarsjóðs BÍ, kjörin á aðalfundi, afgreiðir þau mál og er bundin ströngum trúnaði. Að veita öðrum aðild að slíkum persónugreinanlegum upplýsingum væri lögbrot og trúnaður um þessar upplýsingar þarf að vera hafinn yfir allan vafa.“

Hjálmar segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi síðasta sólarhringinn og sé bæði hrærður og þakklátur fyrir.

„Mér var boðinn starfslokasamningur sem ég að sjálfsögðu hafnaði. Maður samþykkir ekki svona vinnubrögð þó allur gjaldeyrisforði Seðlabankans sé í boði. Eða eins og vinur minn og blaðamaður til meira en 50 ára sagði við mig í gærkvöldi: „Þetta er ekki einhver klúbbur, með fullri virðingu fyrir þeim, þetta er Blaðamannafélag Íslands!“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn