Það hefur lítið gengið upp hjá Kepa Arrizabalaga frá komu sinni til Real Madrid í sumar.
Kepa var fenginn inn á láni frá Chelsea í kjölfar þess að Thibaut Courtouis sleit krossband.
Hann er hins vegar búinn að missa byrjunarliðssæti sitt hjá Real Madrid til Úkraínumannsins Andriy Lunin.
Kepa spilaði þó gegn Atletico Madrid í undanúrslitum spænska ofurbikarsins í gær en gerði stór mistök þar.
Mistökin gerði hann í þriðja marki Atletico þar sem liðið komst í 3-2. Real Madrid átti þó eftir að jafna og vinna í framlengingu.
„Klárlega númer eitt,“ skrifaði eiginkona Lunin eftir leik og birti mynd af sér og markverðinum.
Færsluna birti hún rétt eftir mistök Kepa og skilaboðin þykja því skýr.
📲 Lunin’s wife: “For sure, number 1.” pic.twitter.com/fU4QCvb6y1
— Madrid Xtra (@MadridXtra) January 10, 2024