Arsenal er til í að rífa fram veskið til að sækja Martin Zubimendi frá Real Sociedad í janúar. Mundo Deportivo segir frá þessu.
Skytturnar vilja bæta við sig miðjumanni og hefur Zubimendi heillað með Sociedad.
Sagt er að enska félagið sé til í að borga 60 milljónir evra fyrir hann.
Sjálfur vill kappinn þó helst ekki fara frá Sociedad á þessum tímapunkti. Liðið er til að mynda á leið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir áramót.
Arsenal gæti því þurft að bíða fram á sumar.