fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fókus

Tók eftir því að Ásgeir var orðinn pirraður á henni í ræktinni – „Við vorum að klessast stöðugt á“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 13. janúar 2024 09:30

Hera Gísladóttir og Ásgeir Kolbeins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilsumarkþjálfinn, athafnakonan og stjörnuspekingurinn Hera Gísladóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

video
play-sharp-fill

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Hera Gísladóttir útskrifaðist sem heilsumarkþjálfi fyrir nokkrum árum en fannst eitthvað vanta í heildarmyndina. Það mætti segja að líf hennar hafi breytt um stefnu eftir að hún fór með unnusta sínum, athafnamanninum Ásgeiri Kolbeinssyni, í ræktina en upp úr því kviknaði brennandi áhugi hennar á stjörnuspeki og rekur hún nú fyrirtækið Orkugreining, ásamt Ásgeiri og Gunnlaugi Guðmundssyni, sem sérhæfir sig í stjörnukortum og halda þremenningarnir einnig úti hlaðvarpi um stjörnuspeki.

„Við fórum saman í ræktina og ég ætlaði alveg að snúa honum við. „Jæja, nú hjálpa ég þér.“ Ég byrjaði liggur við að segja honum að fara í handahlaup og að snúa sér í hringi og fara aftur á bak á hlaupabrettinu, það sem mér finnst gaman. Alltaf eitthvað nýtt,“ segir hún.

Hera tók eftir því að Ásgeir var orðinn pirraður. „Hann sagði: „Úff, Hera ég get þetta ekki, ég get þig ekki. Hættu.“ Við vorum að klessast stöðugt á. Ég hugsaði hvernig ætla ég sem heilsumarkþjálfi að hjálpa? Á hverju er ég að byggja þetta ef ég get ekki einu sinni hjálpað makanum mínum í ræktinni.“

Kynntist stjörnuspeki

„Síðan byrjaði ég í stjörnuspekinni, hún kom bara til mín. Ég trúi að hlutir koma til þín sem eiga að koma til þín,“ segir hún. Vitneskja hennar um stjörnumerkin og orkugreiningu breytti hvernig hún nálgaðist þjálfunina, uppeldið á syni hennar, samskipti við makann og lífið sjálft.

„Ég sá bara þá hvað við erum öll ólík og núna í dag skoða ég stjörnukort einstaklings, eða orkugreiningakort eins og við köllum þetta í dag, ég skoða það og þá finnst mér ég vera komin með einhvern grunn til að vinna með. Þannig ég er ekki að ýta á eftir manneskju sem er hægari, þá mæli ég kannski frekar með göngutúr á kvöldin.“

Aðspurð hvað orkugreiningakort Ásgeirs hafi leitt í ljós segir hún: „Það sýndi mér að hann er ekki neitt líkur mér. Talandi um yin og yang,“ segir Hera og hlær.

Hera ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér.

Fylgstu með Heru á Instagram.

Hlustaðu á Stjörnuspeki á Spotify og skoðaðu Orkugreining.is hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 6 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 1 viku

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Hide picture