fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Jökulhlaup hafið í Grímsvötnum: Ekki hægt að útiloka eldgos í kjölfarið

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 13:36

Grímsvötn. Mynd úr safni Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jökulhlaup er hafið úr Grímsvötnum og er talið líklegt að jarðskjálfti af stærðinni 4,3 í morgun hafi verið vegna þrýstingsléttis í kjölfar upphafs jökulhlaupsins. Dæmi eru um að eldgos verði í Grímsvötnum eftir að vatn hleypur þaðan.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands en skjálftinn í morgun er sá stærsti í Grímsvötnum frá upphafi mælinga þar árið 1991.

Síðustu daga hefur hægt vaxandi hlaupórói mælst á Grímsfjalli og síðan í gær hefur vatnsmagn í Gígjukvísl farið vaxandi. Jökulhlaup er því hafið úr Grímsvötnum.

„Síðast varð hlaup úr Grímsvötnum í október 2022 og þar áður í kringum mánaðamót nóvember og desember 2021. Skv. mælingum Jarðvísindastofnunar er vatnsmagn í Grímsvötnum nú talið vera um 0,29 km3 sem er helmingi (50%) meira en fyrir hlaupið 2022 en tæpur þriðjungur vatnsmagns fyrir hlaup í lok árs 2021.“

Í tilkynningunni kemur fram að ekki náist samband við GPS tæki Jarðvísindastofnunar á íshellunni í Grímsvötnum og torveldar það mat á því hversu ört vatnið rennur úr Vötnunum og niður farveginn undir Skeiðarárjökli.

„Ef miðað er við að atburðarás í þessu hlaupi verði svipuð og í síðustu tveimur hlaupum má gera ráð fyrir að hámarksrennsli úr Grímsvötnum verði um eða fljótlega eftir komandi helgi. Hámarksrennsli  í Gígjukvísl við Þjóðveg 1 næst svo um 1-2 sólarhringum seinna. Miðað við það vatnsmagn sem safnast hefur í Grímsvötnum er líklegt að hámarksrennsli verði ekki umfram 1.000 m3/s. Búast má við að hámarksrennsli í Gígjukvísl við þjóðveg 1 verði svipað og hámarksrennsli úr Grímsvötnum. Hlaupið ætti því ekki hafa nein áhrif á mannvirki s.s. vegi og brýr.“

Eins og að framan greinir eru dæmi um að eldgos verði í Grímsvötnum eftir að vatn hleypur þaðan.

„Talið er að skyndilegur þrýstiléttir vegna lækkandi vatnsborðs hleypi af stað gosum. Síðast varð atburðarásin slík árið 2004 og þar áður 1934 og 1922. Mun oftar hefur þó hlaupið úr Grímsvötnum án þess að til eldgoss kæmi, og hafa 12 hlaup komið frá Grímsvötnum eftir 2004 án þess að eldgos hafi fylgt í kjölfarið. Síðast varð eldgos í Grímsvötnum árið 2011, en það var ekki í tengslum við jökulhlaup þaðan.“

Vegna jökulhlaupsins og aukinnar skjálftavirkni verður fluglitakóði fyrir eldstöðina færður á gulan lit, í samræmi við það að eldstöðin sýnir merki um virkni umfram venjulegt ástand.

Hér eru myndir úr vefmyndavél á brúnni yfir Gígjukvísl. Efri myndin er tekin að morgni 9. janúar og sjást sandeyrar ofan yfirborðs t.h. Þær eru alveg horfnar undir vatn á síðari myndinni, sem tekin er fyrir hádegi 11. janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“