fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Bjarni fékk stórkross fálkaorðunnar fyrir jól

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 13:26

Fjölmiðlum var ekki tilkynnt um orðuveitinguna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson var sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir jól. Engin sérstök tilkynning var gefin út um þetta.

Viljinn greinir frá.

Orðuveitingin fór fram þann 22. desember en fjölmiðlum ekki tilkynnt um þetta. Stórkrossinn er fjórða stig fálkaorðunnar og æðsta stigið sem aðrir en þjóðhöfðingjar geta fengið.

Hjá embætti forseta segir að Bjarni hafi verið sæmdur krossinum fyrir embættisstörf. Hann gegnir nú stöðu utanríkisráðherra en hefur áður gegnt stöðu forsætisráðherra og lengst af fjármálaráðherra.

Hefð er fyrir því að forsætisráðherrar landsins fái stórkrossinn. Aðrir sem hafa fengið hann eru meðal annars Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Davíð Oddsson, Geir H. Haarde, Þorsteinn Pálsson og Sigurður Ingi Jóhannsson.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Í gær

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“