Jadon Sancho var í dag kynntur til leiks sem leikmaður Borussia Dortmund. Hann kemur á láni frá United.
Englendingurinn ungi hefur verið algjörlega úti í kuldanum hjá United síðan í upphafi tímabils þegar hann átti í deilum við Erik ten Hag, knattspyrnustjóra.
Sancho tjáði sig eftir að skiptin voru staðfest og ensku miðlarnir vilja meina að hann hafi verið að skjóta létt á Ten Hag.
„Þegar ég kom hingað leið mér eins og heima hjá mér. Ég þekki félagið, er náinn stuðningsmönnum og hef aldrei hætt í samskiptum við þá sem ráða,“ sagði Sancho.
„Ég get ekki beðið eftir að hitta liðsfélaga mína og spila fótbolta með bros á vör á ný.“