Jadon Sancho er genginn í raðir Borussia Dortmund á láni frá Manchester United. Hann verður númer 10 hjá félaginu.
Sancho hefur ekkert spilað með United síðan í byrjun tímabils en svo lenti hann í deilum við stjórann, Erik ten Hag.
Englendingurinn ungi var keyptur til United, einmitt frá Dortmund, á 73 milljónir punda 2021 en hefur ekki staðið undir væntingum.
Nú er hann mættur til Dortmund, þar sem hann sló í gegn áður, út leiktíðina.
🔟 JADON SANCHO 🔟 pic.twitter.com/zomaniz09q
— Borussia Dortmund (@BVB) January 11, 2024