Krufning á líkunum leiddi dánarorsök ekki í ljós og því var það talsverð ráðgáta hvað varð til þess að mæðgurnar, sem voru heilsuhraustar, létust.
Aftonbladet segir frá því að eiturefnaprófanir hafi nú leitt í ljós að mæðgurnar innbyrtu að líkindum eitraðan svepp í hinni örlagaríku lautarferð.
„Þetta er mjög sorglegt og við lítum á þetta sem slys,“ segir Andreas Hermann, sem fór fyrir rannsókninni hjá lögreglunni í Ystad.
Eiturefni sem tilheyrir flokki sem heitir amatoxín fannst í sýnum sem voru tekin en umrædd efni finnast í sveppum og geta valdið miklum skaða, til dæmis á lifrinni og á nýrum.
Hermann segir að í fyrstu hafi vaknað grunsemdir um að sveppir hefðu mögulega komið við sögu en engin eiturefni fundust þó þegar rannsókn málsins hófst. Ítarlegri prófanir leiddu svo í ljós að mæðgurnar létust vegna sveppaneyslu.
Ekki liggur fyrir hvaða sveppategund mæðgurnar innbyrtu og eru nokkrar eitraðar tegundir sagðar koma til greina.