fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Bikinímynd raunveruleikastjörnunnar olli fjaðrafoki – „Skelfileg“ photoshop mistök í klofinu

Fókus
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 10:15

Larsa Pippen. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Larsa Pippen, sem hefur slegið í gegn í þáttunum Real Housewives of Miami, olli talsverðu fjaðrafoki eftir að hún birti bikinímynd af sér á Instagram.

Ástæðan var að mörgum þótti mjög augljóst að Pippen, 49 ára, hafði átt við myndina í myndvinnsluforriti, þá sérstaklega photoshoppað klofsvæðið.

Á myndinni má sjá raunveruleikastjörnuna sitja á sólbekk og halla sér aftur en eins og má sjá hér að neðan, er húð hennar furðuslétt, sérstaklega í kringum nárann, og bentu fylgjendur hennar á það. Gagnrýnin varð svo mikil að Pippen endaði með að eyða myndinni.

Skjáskot/Instagram

„Shit hvað þetta er photoshoppað. Við sjáum þig í sjónvarpinu og vitum hvernig líkami þinn lítur út í raun og veru,“ sagði einn netverji.

„Það eru engar hrukkur í náranum. Ég hata fegurðarstaðlana okkar og svona mikið photoshop. Ég bara veit að það er einhver þarna úti sem er að bera eigið klof saman við þessa mynd og líður illa út af því,“ sagði ein kona.

„Ég skil að fólk notar photoshop ef það er óöruggt með eitthvað. En ef þú fílar ekki hvernig klofið þitt lítur út, af hverju að taka mynd þar sem það sést svona vel. Við bókstaflega sjáum pixels þar sem þú blörraðir,“ sagði annar.

Larsa á fjögur börn, frá 15 til 23 ára, með fyrrverandi eiginmanni sínum, Scottie Pippen. Hún er í sambandi með syni körfuboltakappans Michael Jordan, Marcus Jordan, sem er 33 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“