fbpx
Laugardagur 24.ágúst 2024
Fréttir

Selfossmálið: Tilkynnti lát Sofiu tæpum hálfum sólarhring síðar og spillti sönnunargögnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 11:30

Sofia Sarmite Kolesnikova

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar upplýsingar hafa komið fram í Selfossmálinu svokallaða, þar sem ungur maður er grunaður um að hafa valdið láti Sofiu Samite Kolesnikova, 28 ára gamallar konu, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi 29. apríl.

Vefsíða dómstólanna birti í gær gamla gæsluvarðhaldsúrskurði Landsréttar í málinu en í þeim kemur meðal annars fram að hinn grunaði er talinn hafa dregið að tilkynna lát Sofiu til lögreglu í tæplega hálfan sólarhring og hann hafi spillt og eytt sönnunargögnum. Áður hafði hann kallað bróður sinn til aðstoðar en sá sat um stutt skeið í gæsluvarðhaldi vegna málsins. RÚV greindi frá.

Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Suðurlands (sem Landsréttur staðfesti) segir meðal annars:

„Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að er lögregla kom á vettvang hafi varnaraðili hist þar fyrir ásamt öðrum sakborningi, Y, og báðir virst í nokkru uppnámi. Hin látna hafi fundist í einu herbergja hússins en aðstæðum þar er lýst í frumskýrslu.Fulltrúar frá tæknideild lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu hafi verið kvaddir á vettvang og komið þangað skömmu síðar, ásamt réttarmeinafræðingi.

Við könnun aðstæðna á vettvangi, auk fyrstu frumskoðunar á líki hinnar látnu, hafi vaknað grunur lögreglu um að andlátið kynni að hafa borið að með saknæmum hætti. Báðir sakborningar hafi því verið handteknir og vistaðir í fangaklefa.Að sögn lögreglustjóra er rannsókn málsins á frumstigi og að öflun frekari sönnunargagna í málinu muni þurfa við. Ljúka verði krufningu á líki hinnar látnu svo unnt verði að álykta með afgerandi hætti um dánarorsök, en nú þegar liggi fyrir frumgreining krufningar eins og lögregluskýrsla beri með sér.

Skýrslutaka af sakborningum báðum hefur nú farið fram, en framburði þeirra ber að mati lögreglustjóra ekki fyllilega saman um atvik sem lögregla telur máli skipta. Þá bíður lögregla niðurstöðu rannsóknar á rafrænu efnisinnihaldi raftækja, sem talið er að verulega þýðingu hafi við rannsókn málsins. Segir í greinargerð lögreglustjóra að enn fremur eigieftir að yfirheyra vitni, og sannreyna framburði.“

Kynlíf með kyrkingatökum

Í öðrum úrskurði kemur fram að maðurnn og Sofia stundað kynlíf sem fól í sér kyrkingartök. Bæði hafi verið undir áhrifum kókaíns. Bráðabirgðaniðurstöður krufningar sýndu að líkleg dánarorsök konunnar hafi verið kyrking með hendi.  Í úrskurði frá 20. júní kemur meðal annars fram að framburður mannsins hafi tekið miklum breytingum á meðan rannsókn málsins stóð. „Þá hefur kærði gefið takmarkaðar skýringar á atriðum sem undir hann hafa verið borin eða neitað að svara. Liggur jafnframt fyrir að misræmi er í framburðum kærða og vitna annars vegar og hins vegar milli vitna innbyrðis. Rannsókn á haldlögðum gögnum sýnir einnig misræmi í því sem þar kemur fram og framburðum sem gefnir hafa verið í málinu.“

Í gærsluvarðhaldsúrskurði frá því um miðjan ágúst kemur fram að maðurinn viðurkenndi að hafa fært lík konunnar og þannig spillt vettvangi fyrir rannsakendum. Jafnframt var lögreglan að kanna af hverju konan hefði lagt tæpar þrjár milljónir inn á reikning mannsins en hann aðeins 69 þúsund krónur inn á reikning hennar. Engar skýringar höfðu komið fram á þessum millifærslum.

Maðurinn hefur ekki verið ákærður og rannsókn stendur enn yfir. Fyrir liggur að dánarorsök konunnar er m.a. kyrking og kókaíneitrun. Maðurinn gengur laus eftir mjög langt gæsluvarðhald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eldgosið í jafnvægi
Fréttir
Í gær

Gos er hafið á Reykjanesi

Gos er hafið á Reykjanesi
Fréttir
Í gær

Ekki fjölskyldutengsl milli grunaða og hjónanna á Neskaupstað

Ekki fjölskyldutengsl milli grunaða og hjónanna á Neskaupstað