Tvær kvartanir bárust til stofnunarinnar vegna auglýsingarinnar sem þótti hafa of kynferðislega skírskotun. Tók ASA undir það í áliti sínu. Má auglýsingin því ekki birtast í Bretlandi í óbreyttri mynd.
„Auglýsingin notaðist við nekt og einblíndi á líkama FKA Twigs í staðinn fyrir fötin,“ sagði í álitinu.
Fleiri kvartanir bárust til ASA vegna auglýsingar Calvin Klein með fyrirsætunni Kendall Jenner. ASA tók ekki undir þær kvartanir og mega þeir birtast áfram í óbreyttri mynd.
Calvin Klein sagðist í yfirlýsingunni vera ósammála áliti ASA og sagði að myndin af FKA Twigs sýndi einfaldlega sterka konu með sterk skilaboð.