fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Calvin Klein-auglýsingin sem þykir of dónaleg

Fókus
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ASA, sem hefur eftirlit með auglýsingum í Bretlandi, hefur bannað eina tiltekna auglýsingu tískufyrirtækisins Calvin Klein sem sýnir tónlistarkonuna FKA Twigs fáklædda.

Tvær kvartanir bárust til stofnunarinnar vegna auglýsingarinnar sem þótti hafa of kynferðislega skírskotun. Tók ASA undir það í áliti sínu. Má auglýsingin því ekki birtast í Bretlandi í óbreyttri mynd.

„Auglýsingin notaðist við nekt og einblíndi á líkama FKA Twigs í staðinn fyrir fötin,“ sagði í álitinu.

Fleiri kvartanir bárust til ASA vegna auglýsingar Calvin Klein með fyrirsætunni Kendall Jenner. ASA tók ekki undir þær kvartanir og mega þeir birtast áfram í óbreyttri mynd.

Calvin Klein sagðist í yfirlýsingunni vera ósammála áliti ASA og sagði að myndin af FKA Twigs sýndi einfaldlega sterka konu með sterk skilaboð.

Auglýsingin sem þótti of dónaleg.
Þessi er í lagi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram