Gary Neville fyrrum fyrirliði Manchester United reyndi sumarið 2004 að sannfæra Steven Gerrard um að koma til Manchester United.
Gerrard var þá að skoða að fara til Chelsea en hafnaði því að lokum.
Gerrard ákvað að vera áfram hjá Liverpool en Neville reyndi að lokka hann til Manchester. „Gerrard var búinn að segja frá sinni hlið í bókinni,“ segir Neville.
„Við vorum mættir í verkefni enska landsliðsins og Sir Alex Ferguson hringir í mig og segir mér að tala við hann, Ferguson ætlaði að hitta á Gerrard svo og sannfæra hann.“
„Ég fór til Gerrard en hann hafnaði þessu fljótlega. Hann sagðist aldrei komast frá Liverpool og hann óttaðist um fjölskylduna sína ef þetta færi í gegn.“