Karim Benzema notar vetrarfríið í Sádí Arabíu til að endurnýja gömul kynni með fyrrverandi kærustu sinni, Chloe.
Benzema og Chloe eru nú saman í Mauritius þar sem þau njóta lífsins.
Benzema eignaðist barn með Jordan Ozuna í apríl á síðasta ári en hún var áður starfsmaður Hooters í Las Vegas.
Hooters er vinsæll veitingastaður í Bandaríkjunum sem er þekktur fyrir léttklæddan klæðnað þjónanna.
Benzema á nú fjögur börn en tvö af þeim eru með Chloe sem nú virðist aftur mætt í arma franska framherjans.
Benzema yfirgaf Real Madrid síðasta sumar og samdi við Al-Ittihad í Sádí Arabíu þar sem hann er einn launahæsti leikmaður í heimi.