Radu Dragusin verður leikmaður Tottenham í dag en hann hafnaði FC Bayern til að koma til London.
Dragusin hefur spilað vel í vörn Genoa á Ítalíu og borgar Tottenham 30 milljónir evra fyrir kauða.
Timo Werner kom til Tottenham á láni í vikunni og er talið er að hann byrji fyrir Heung-min Son sem nú er að keppa fyrir Suður-Kóreu.
Ange Postecoglou, þjálfari liðsins er að auka breiddina í hópnum sínum.
Tottenham heimsækir Manchester United í ensku deildinni um helgina og þetta gæti orðið byrjunarlið Tottenham þá.