Jadon Sancho kantmaður Manchester United mætti til Dortmund í gær og skrifar undir hjá félaginu í dag.
Sancho ákvað á sama tímapunkti að eyða út öllum myndum af sér í búningi Manchester United.
Sancho verður lánaður til Dortmund út tímabilið en hann hefur ekki spilað frá því í ágúst, þá lenti hann í deilum við Erik ten Hag.
Sancho eyddi öllum myndum af Instagram og breytti um forsíðumynd þar sem hann sést í búningi Dortmund.
Sancho var keyptur frá Dortmund til United fyrir tveimur og hálfu ári og borgaði enska félagið þá 75 milljónir punda.