fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Sven-Göran Eriksson með krabbamein og telur sig eiga aðeins ár eftir ólifað

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 07:36

Sven-Göran Eriksson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænski knattspyrnuþjálfarinn Sven-Göran Eriksson glímir nú við alvarlega tegund af krabbameini og á sennilega ekki meira en eitt ár eftir ólifað að eigin sögn.

Eriksson er 75 ára og hefur komið víða við á ferli sínum í þjálfun. Hann vann Evrópukeppni félagsliða með IFK Gautaborg árið 1981 og gerði Benfica svo að meisturum í Portúgl í kjölfarið.

Þá vann hann ítalska bikarinn með Roma og Sampdoria áður en hann gerði Lazio að Ítalíumeisturum árið 2000. Hann varð landsliðsþjálfari Englands árið 2001 og þjálfaði liðið til 2006. Hann hætti í þjálfun árið 2019 eftir að hafa starfað í Kína og Filippseyjum.

Þjálfarinn góðkunni greindi frá því í viðtali við P1-útvarpsstöðina í Svíþjóð að hann hafi greinst með krabbamein á síðasta ári. Um sé að ræða alvarleg veikindi sem hann ætlar þó að berjast við af fullum krafti. Segist hann kannski í besta falli eiga eitt ár eftir ólifað en í versta falli eitthvað minna.

„En það er ekki hægt að vera viss. Það er betra að hugsa ekki um það.“

Svíinn sagði að krabbameinið hefði uppgötvast eftir að hann hneig niður þegar hann var úti að hlaupa.

„Þeir vita ekki hversu lengi ég var þá búinn að vera með meinið, kannski mánuð en kannski ár,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Horfa til ensku úrvalsdeildarinnar í leit að arftaka Neuer

Horfa til ensku úrvalsdeildarinnar í leit að arftaka Neuer
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Útskýrir hvernig þessi ummæli Ferguson björguðu ferli hans

Útskýrir hvernig þessi ummæli Ferguson björguðu ferli hans
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola opnar sig um framtíð sína

Guardiola opnar sig um framtíð sína
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Pantaði þjónustu fylgdardömu en svo tók kvöldið U-beygju – Fyrrum kollegi leysir frá skjóðunni og varpar nýju ljósi á brottreksturinn

Pantaði þjónustu fylgdardömu en svo tók kvöldið U-beygju – Fyrrum kollegi leysir frá skjóðunni og varpar nýju ljósi á brottreksturinn