fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

NASA varar við hugsunarlausri nýtingu tunglsins

Pressan
Laugardaginn 13. janúar 2024 20:30

Tunglið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stefnir í deilur á milli vísindanna og atvinnulífsins um þær auðlindir sem eru á tunglinu. Stjörnufræðingar hafa áhyggjur af þeim fjölda ómannaðra geimferða sem á að fara til tunglsins til að leita að vatni og öðrum auðlindum sem geta verið grundvöllurinn fyrir fyrirhugaðri búsetu manna á tunglinu í framtíðinni.

The Guardian skýrir frá þessu. Geimförin eru raunar á vegum NASA. Þau eru hluti af hinu svokallað CLPS-verkefni en einkafyrirtæki taka þátt í verkefninu.

Martin Elvis, sem starfar hjá Center for Astrophysics, sem er samvinnuverkefni Harvard háskóla og Smithsonian, sagði að það þurfi að grípa til aðgerða núna því þær ákvarðanir sem verða teknar núna muni slá tóninn fyrir hvernig við munum hegða okkur á tunglinu í framtíðinni.

Hann er ekki einn um að hafa áhyggjur af rányrkju á tunglinu og að hún geti skaðað vinnu stjörnufræðinga í framtíðinni. Richard Green, prófessor í stjörnufræði við Arizona háskóla, hefur einnig áhyggjur af geimferðum einkafyrirtækja.

„Við erum ekki að reyna að koma í veg fyrir að bækistöðvum verði komið upp á tunglinu. En það eru nokkrir spennandi staðir þarna uppi sem eru mjög verðmætir fyrir vísindin. Við verðum að fara mjög varlega í hvar við byggjum bækistöðvar og námur,“ sagði hann.

Einn af þessum stöðum er bakhliðin en þangað ná útvarpsbylgjur frá jörðinni ekki. Bakhliðin er því upplagður staður til að koma útvarpssjónauka upp til að hlusta eftir útvarpsbylgjum frá alheiminum á unga aldri. Sumir vonast til að það geti varpað ljósi á hvernig fyrstu vetrarbrautirnar urðu til.

En þetta verður kannski ekki svo auðvelt því NASA og fleiri geimferðastofnanir hafa í hyggju að umkringja tunglið með gervihnöttum svo auðveldara verði að stjórna vélmennum á yfirborði tunglsins. Þetta fer illa saman við að vera með útvarpssjónauka sem kemur að mestu gagni í umhverfi þar sem er eins lítið af útvarpsbylgjum og hægt er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Í gær

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður