fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Hreyflar geimflaugar hröpuðu til jarðar og sprungu í skóglendi og nærri húsi – Myndband

Pressan
Laugardaginn 13. janúar 2024 15:30

Kínverskri geimflaug skotið á loft. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir hreyflar kínverskrar geimflaugar, sem var notuð til að skjóta gervihnetti á braut um jörðu á jóladag, hröpuðu til jarðar og sprungu nærri húsi einu.

Kínverska geimferðastofnunin skaut tveimur gervihnöttum á braut um jörðina á jóladag. Var þeim skotið frá Xichang gervihnattaskotstöðinni í Sichuan-héraðinu. Það var Long March 3B eldflaug sem bar þá upp á braut um jörðina. Gervihnettirnir eru hluti af Beidou kerfinu en því má líkja við hið velþekktt GPS-kerfi.

Gervihnettirnir komust heilir á braut um jörðina en hliðarhreyflar geimflaugarinnar hröpuðu til jarðar og lentu í Guangxi-héraðinu að sögn SpaceNews.com.

Blaðamaðurinn Andrew Jones birti myndband á X af því þegar annar hreyfillinn lenti í skógi. Sést að sprenging á sér stað. Fregnir bárust síðan af því að hinn hreyfillinn hefði lent nærri húsi einu.

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem hreyflar tengdir Beidou verkefninu hröpuðu niður á byggt svæði. Fyrir fjórum árum hrapaði einn niður og eyðilagði hús.

Kínverjar hafa verið gagnrýndir fyrir að láta hina risastóru Long March 5 geimflaug hrapa til jarðar með þeim afleiðingum að geimrusl fór á braut um jörðina.

Skotsvæði Kínverja er inni í landi en hjá flestum öðrum er það úti við sjávarsíðuna sem gerir að verkum að hægt er að láta brak lenda í sjónum en ekki á landi. Kínverjar vara almenning við áður en geimskot eiga sér stað og láta fólk jafnvel rýma ákveðin svæði vegna hættu á að brak falli til jarðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum