Liverpool tók á móti Fulham í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins.
Fulham fór vel af stað og komst liðið yfir með marki Willian á 19. mínútu. Staðan í hálfleik var 0-1.
Liverpool sneri taflinu hins vegar við í seinni hálfleik með mörkum frá Curtis Jones og Cody Gakpo á skömmu millibili. Lokatölur 2-1.
Seinni leikur liðanna er eftir tvær vikur.
Í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast Chelsea og Middlesbrough en síðarnefnda félagið vann fyrri leikinn 1-0 í gær.