fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Skipsfundur í Noregi vekur athygli – Frá því fyrir víkingatímann

Pressan
Laugardaginn 13. janúar 2024 07:27

Hér sést haugurinn. Mynd:Geir Grønnesby

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stór, grasivaxinn hæð í Noregi var líklega vettvangur skipbrenna áður en víkingatíminn rann upp. Hæðin, eða haugurinn, heitir Herlaugshagen og er í sveitarfélaginu Leka í Þrændalögum. Vísindamenn hafa lengi velt fyrir sér hvort haugurinn, sem er við aldagamla siglingaleið, hafi eitt sinn verið notaður fyrir útfarir.

Live Science segir að síðasta sumar hafi fornleifafræðingar rannsakað hauginn og fundið nokkur stór hnoð sem voru líklega notuð til að halda skipi saman. Einnig fannst timbur sem er líklega úr skipi.

Geir Grønnesby, fornleifafræðingur, sagði að þetta sé stærsti haugurinn í Þrændalögum og meðal þeirra stærstu í Noregi.

Haugurinn er um 60 metrar í þvermál og 7 metrar á hæð og þar gæti auðveldlega hafa verið hægt að koma skipi fyrir að mati fornleifafræðinga. Grønnesby sagði að flestir haugar sé mun minni eða 8 til 12 metrar í þvermál.

Aldursgreining á timbrinu leiddi í ljós að skipið var smíðað í kringum 700 en víkingaöldin hófst 793 og stóð til 1066.

Grønnesby sagði að það sé mjög athyglisvert hversu gamalt skipið sé. Elstu leifarnar af skipum, sem voru notuð við útfarir, séu frá lokum áttundu aldar. Þessi fundur komi að góðu gagni við að loka gatinu á milli hinnar skandinavísku hefðar að nota skip við útfarir og hinnar frægu Sutto Hoo á Englandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?