fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

„Augun stefndu beint á mig“ – Stór krókódíll komst upp í bát

Pressan
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 06:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Queensland í Ástralíu leita nú að krókódíl sem hoppaði upp í bát við Jane Creek nýlega. Er dýrið sagt hafa misst jafnvægið og dotti aftur út í.

Þetta átti sér stað á gamlársdag við Jane Creek, sem er á norðaustan við Mackay í Queensland. Þar var hinn 45 ára Richard Brookman á veiðum en hann hefur stundað veiðar á þessum slóðum áratugum saman.

Hann var í litlum álbát og hafði verið við veiðar í um fjórar klukkustundir þegar hann sá krókódíl stefna á bátinn.

Í samtali við ABC sagðist hann hafa haft á tilfinningunni að „einhver væri að horfa á sig“. „Ég kveikti á ljósinu og kíkti upp ána og sá þá þessi augu stefna beint á mig,“ sagði hann.

Hann sagðist telja að krókódíllinn hafi verið um 4 metrar á lengd en bátur hans er 3 metrar á lengd.

Hann færði sig aftast í bátinn og ræsti mótorinn en þá stökk krókódíllinn skyndilega upp í loftið og lenti í bátnum.

„Krókódíllinn synti undir bátinn, sneri síðan við og stökk upp og inn í bátinn með kjaftinn galopinn,“ segir Jane Burns, hjá umhverfisdeild Queensland, í tilkynningu og bætir við að Richard hafi þá dregið ankerið upp og þá hafi krókódíllinn misst jafnvægið og dottið aftur út í vatnið og um leið beyglað handriði á bátnum.

Krókódíllinn var aðeins í bátnum í nokkrar sekúndur og Richard komst heill á húfi í land.

Það er sjaldgæft að krókódílar ráðist á fólk í Queensland en frá árslokum 1985 þar til í júlí 2023 var tilkynnt um 47 slíkar árásir í ríkinu. 13 manns létust í þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi