Þann 17. janúar næstkomandi verður aðalmeðferð við Héraðsdóm Reykjavíkur í máli manns sem ákærður hefur verið fyrir tilraun til manndráps. Um lokað þinghald er að ræða.
Maðurinn er sagður hafa á árinu 2022 í Reykjavík veist með ofbeldi að öðrum manni og stungið hann með hnífi tvisvar ofarlega í brjóstkassa með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut lífshættulega áverka á holhandarslagæð og opið sár á framvegg brjóstkassa.
Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Fyrir hönd brotaþolans er gerð miskabótakrafa upp á 2.562.940 krónur auk vaxta.
Búast má við að dómur falli í málinu um miðjan febrúar.