Manchester United hefur boðið Sporting Lisbon að fá Facuno Pellistri í stað þess að félagið kaupi Morten Hjulmand frá félaginu.
United hefur áhuga á að kaupa danska miðjumanninn en Sporting vill ekki fá hann í skiptum.
Samkvæmt fréttum er 69 milljóna punda klásúla í samningi Hjulmand við Sporting.
Sporting vill að United virkji hana og hefur ekki áhuga á að taka Pellistri í skiptum fyrir hann.
Hjulmand er náinn vinur Christian Eriksen sem er hjá Manchester United en Hjulmand er 24 ára gamall danskur landsliðsmaður.