fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Síðasta myndin af Beckenbauer fyrir andlát hans

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. janúar 2024 18:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta opinbera myndin af Franz Beckenbauer fyrir andlát hans var af honum og fjölskyldu sinni fyrir næstum sléttu ári síðan.

Það var greint frá því á mánudag að Beckenbauer hafi andast daginn áður, 78 ára gamall.

Síðasta opinbera myndin af Beckenbauer var af honum, eiginkonu hans Heidi og syni hans Joel fyrir fjölskyldukvöldverð þann 6. janúar í fyrra. Myndin er hér neðar.

Beckenbauer er einn besti knattspyrnumaður allra tíma. Hann hafði glímt við veikindi um nokkurt skeið. Keisarinn, eins og hann var alla jafn karlaður, átti magnaðan feril.

Hann lék yfir 100 landsleiki fyrir Vestur-Þýskaland, hann var í liðinu sem vann HM árið 1974 en hann vann einnig silfur og brons á mótinu.

Kappinn var lengst af leikmaður FC Bayern og varð fjórtán sinnum þýskur meistari og vann Meistaradeildina í þrígang.

Hann var kjörinn besti knattspyrnumaður í heimi árið 1972 og aftur fjórum árum seinna.

Beckenbauer hefur undanfarin ár haft mikið að segja um gang mála hjá FC Bayern og verið í stjórnunarstöðum hjá félaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arsenal í stuði en hörmungar City halda áfram í Meistaradeildinni – Barcelona í gír

Arsenal í stuði en hörmungar City halda áfram í Meistaradeildinni – Barcelona í gír
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var hvorki fullur né dópaður

Var hvorki fullur né dópaður
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Í gær

Nýtt nafn í umræðuna um næsta landsliðsþjálfara Íslands

Nýtt nafn í umræðuna um næsta landsliðsþjálfara Íslands
433Sport
Í gær

Telur að Trent verði áfram hjá Liverpool ef þetta gerist

Telur að Trent verði áfram hjá Liverpool ef þetta gerist