Liverpool hefur lánað Fabio Carvalho til Hull City í ensku B-deildinni. Þetta var staðfest fyrr í dag.
Carvalho gekk í raðir Liverpool frá Fulham fyrir síðustu leiktíð en var í aukahlutverki og í kjölfarið var hann lánaður til RB Leipzig í sumar.
Þar fékk hann hins vegar lítinn spiltíma og Liverpool ákvað að kalla hann til baka í janúar.
Það var hins vegar ljóst að hann fengi ekki mikið að spila hjá Liverpool og lánar félagið hann nú til Hull í von um að hann fái nægan spiltíma þar.
Hull er í baráttu um umspilssæti í B-deildinni.
We are delighted to announce the loan signing of Fábio Carvalho from Premier League side @LFC! ✍️
Welcome Fábio! 🤝#hcafc | Realtor Global
— Hull City (@HullCity) January 10, 2024