fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Játar að hafa kveikt í Útgerðinni

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 10. janúar 2024 13:04

Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður hefur játað að hafa kveikt í skemmtistaðnum Útgerðinni á Akranesi skömmu fyrir áramót. Var hann einn að verki og telst málið upplýst samkvæmt tilkynningu á vef lögreglunnar.

„Við yfirheyrslu hefur einn aðili játað verknaðinn og verið einn að verki. Málið telst upplýst,“ segir á vef lögreglunnar.

Forsvarsmenn Útgerðarinnar þakka fyrir hringingar, skilaboð, heimsóknir og boð um aðstoð til að koma öllu í samt lag. Biðja þeir fólk um að fordæma frekar verknaðinn en aðilann sem stóð fyrir íkveikjunni.

„Öll höfum við gert eitthvað sem við sjáum eftir, mismikið þó og öll eigum við aðstandendur sem standa okkur að baki. Við heyrum reiði í mörgum, sér í lagi að kippa staðnum af okkur á þessum tíma. En áramótin fóru fram, allir skemmtu sér og nú er komið nýtt ár, ný tækifæri og megi þetta ár einkennast af hamingju og gleði fyrir okkur öll.Þar sem við erum náið samfélag, fer allt mjög fljótt um bæinn okkar. Endilega hafið það í huga að viðkomandi á aðstandendur, og þau eru eins og hann, hluti af okkur,“ segir í færslu Útgerðarinnar á Facebook. „Við setjum í fimmta gír og reynum að opna eins fljótt og hægt er……enda söknum við ykkar helling.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“