Mario Balotelli vill snúa aftur í ítalska boltann í þessum mánuði. Foot Mercato segir frá þessu.
Hinn 33 ára gamli Balotelli er nú á mála hjá Adana Demirspor í Tyrklandi en vill hann aftur til heimalandsins.
Talið er að hann hafi metnað til að fara á Evrópumótið með Ítalíu í sumar.
Telur hann sig hafa meiri möguleika á sæti þar ef hann spilar á Ítalíu en Udinese og Empoli hafa áhuga.
Balotelli á að baki feril fyrir lið á borð við AC Milan, Inter, Liverpool og Manchester City. Hann hefur oft verið til vandræða utan vallar.