fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Viðbragðsaðilar leita manns sem talinn er hafa fallið í sprungu í Grinda­vík

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 10. janúar 2024 11:46

Grindavík.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum leita nú manns sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík.

Vísir greindi fyrst frá. Í samtali við DV segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, að útkallið hafi borist um klukkan 10:40 í morgun. Lögreglumenn, slökkviliðsmenn og björgunarsveitarmenn séu að störfum á vettvangi.

Nákvæm staðsetning liggur ekki fyrir, en um sé að ræða stóru sprunguna sem liggur í gegnum bæinn, sem myndaðist í jarðhræringum síðustu vikna. Jón Þór sagðist ekki vita hvað margir eru á vettvangi við leitina, í hvaða erindum maðurinn var á svæðinu og hvað sprungan er djúp.

Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið að störfum við að fylla upp í sprungu. Úlfar segist þó ekki vita til þess að nokkur hafi séð manninn falla ofan í sprunguna. Grunur hafi samt vaknað um slysið og viðbragðsaðilar því kallaðir út. Segir hann ekki tímabært að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Sjá einnig: Verkfæri mannsins fundust í sprungunni

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans