Paul Scholes fyrrum miðjumaður Manchester United hefur eytt ummælum sem hann lét falla á Instagram síðu Jesse Lingard.
Lingard er án félags og hefur ekki spilað fótbolta frá því síðasta vor.
Það er eitthvað farið að pirra Scholes sem horfir á fyrrum leikmann Manchester United gera ekki neitt.
„Ætlar þú bara að vera í einhverju bulli í ræktinni eða ætlar þú að spila fótbolta?,“ skrifaði Scholes nokkuð reiður.
Lingard yfirgaf Manchester United fyrir átján mánuðum síðan og samdi við Nottingham Forrest en fór þaðan eftir eitt ár.