fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Þetta sagði Mane um eiginkonu sína fyrir nokkrum árum – Notar ekki samfélagsmiðla og tilbiður guð

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. janúar 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sadio Mane vekur athygli þessa dagana eftir að hann giftist 19 ára stúlku frá Senegal. Miðlar þar í landi segja að Mane hafi valið sér hana fyrir þremur árum.

Viðtal við Mane fyrir nokkrum árum vekur athygli í dag þar sem hann tjáði sig um það hvernig konu hann vildi fara í gegnum lífið með.

„Ég hef hitt margar stelpur sem skilja ekki af hverju ég er ekki giftur. Konan sem ég giftist verður ekki á samfélagsmiðlum,“ sagði Mane árið 2022.

„Ég vil giftast konu sem tilbiður guð og fer með bænir, það fá allir val um það hvernig þeir velja ástina.“

Mane giftist hinni 19 ára gömlu Aisha Tamba um helgina í heimalandi sínu en Mane er 31 árs gamall.

Einnig er sagt frá því í fréttum ytra að Mane hafi greitt skólagjöld hennar á námsárunum.

Mane er í dag leikmaður Al-Nassr í Sádi-Arabíu. Hann var þar áður hjá Bayern Munchen en er auðvitað þekktastur fyrir ár sín hjá Liverpool.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur